Almenn umsókn - Námssamningar
Við leggjum áherslu á að styðja við faglega þjálfun nýliða og bjóðum nemum í iðnnámi tækifæri til að öðlast raunhæfa reynslu við krefjandi verkefni. Þótt ekki séu laus námssamningssæti um þessar mundir, þá tökum við á móti almennum umsóknum og höldum þeim til haga þegar ný tækifæri skapast.
Hvernig sækirðu um?
Fylltu út umsókn og láttu fylgja ferilskrá og/eða stutta kynningu á menntun, reynslu og markmiðum. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði og meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Höfuðstöðvar Ístaks eru í Mosfellsbæ en staðsetning verkefna er breytileg.
Ef þú hefur spurningar, vinsamlega hafðu samband við mannauðsdeild Ístaks: hr@istak.is.